Maríanna
Maríanna er þriggja barna móðir, orkumiðill, náttúrubarn, heilari, ástríðuorkuver, hreyfiafl, breytingaleiðtogi, ljósberi, rekstrarverkfræðingur, markþjálfi og kærleiksbjörn… en umfram allt hún sjálf.
Hennar ástríða og tilgangur liggur í því að hjálpa fólki að vera hamingjusamt í lífi og starfi, bæta lífsgæði fólks og ýta undir að fólk lifi til fulls. Maríanna nýtir Kundalini Activation, markþjálfun, náttúruna og heilun til að hjálpa fólki að tengjast kjarnanum sínum, virkja lífsorkuna, losa það sem ekki þjónar því lengur og skapa rými fyrir það sem vill verða. Séum við tengd okkar innri krafti, eldmóði og innsæi þá þróumst við áfram, erum skapandi, flæðandi, vakandi og lifandi! Stöðugar umbætur og framþróun hjá okkur sjálfum er grunnforsenda þess að annað í okkar umhverfi þróist. Verum breytingin og látum ljós okkar skína.
Maríanna hefur mikla reynslu af umbreytinga vegferðum í atvinnulífinu, stefnumótun og innleiðingu stefnu fyrirtækja og stofnanna, stjórnunarráðgjöf og leiðtogahlutverkum. Breytingin hefst ávallt hjá okkur sjálfum og því hefur reynst vel hvað hún hefur sjálf unnið mikla sjálfsvinnu, sótt ýmis námskeið, workshop og ráðstefnur. Maríanna hefur sérhæft sig í stjórnun, stjórnunarstíl og samskiptum sem nýtist hvoru tveggja í lífi og starfi.