Sara
Sara hefur verið að hjálpa konum breyta um lífsstíl síðan 2014 þar sem hún leggur mikla áherslu á að vinna með huga, líkama og sál saman.
Síðustu ár hefur hún lagt enn meiri áherslu á andlega heilsu, sjálfsumhyggju, tilfinningavinnu og heilun á áföllum í fortíðinni. Sara hefur persónulega reynslu á að hafa strögglað með heilbrigðan lífsstíl og verið föst í yoyo megrunarkúrum. Hún hefur gengið í gegnum missi og sorg og fundið innri sátt við fortíðina, ásamt því að hafa unnið sig út úr langtíma streituástandi. Sara er ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi, yin fascia yoga kennari og Kundalini activation miðlari. Hún hefur sótt ótal námskeiða og fyrirlestra sem tengjast persónulegri uppbyggingu og dýpri tenging á sjálfinu. Hún hefur sótt YIN fascia yoga nám og klárað 300 klst Yoga Psyche Soul nám sem leggur áherslu á andlega umbreytingu, skuggavinnu og að sameina vestræna sálfræði með austrænum Yoga fræðum.
Ástríða Söru er sjálfsrækt og að hjálpa öðrum að lifa sinn tilgang, vera sannir sjálfri sér og tengjast sjálfinu sínu. Hún vill að allir upplifi friðinn, öryggið og kærleikann innra með sér og fái virkilega að blómstra í lífinu sínu.