Endurheimtu þitt náttúrulega jafnvægi

Lífsorkan þín

Kundalini orkan er grunnuppspretta allrar lífsorku innra með öllum lifandi verum, uppspretta allrar orku sem við notum í daglegu lífi. Í Kundalini Activation tímum vinnum við í því að endurvekja lífsorku þína og koma henni í jafnvægi.

Margir einstaklingar finna fyrir breytingum dagana á eftir, svo sem betri svefn, meira jafnvægi, jákvæðara lundarfari, ánægjulegri samskiptum og almennt meiri vellíðan í lífinu.

Upplifunin

Þú liggur einfaldlega á jógamottu, færð snertingu yfir ákveðna punkta líkamans (s.s. enni, bringubein, lófum og iljum) og lífsorkan leitar þangað sem hennar er þörf. Stundum finnst þátttakendum eins og þeir séu límdir við gólfið, þeir ná dýpri slökun en nokkru sinni fyrr á meðan aðrir upplifa líkamleg viðbrögð, t.d. ósjálfráðar hreyfingar, danshreyfingar eða hláturskast.

Upplifunin er einstaklingsbundin og 90% þátttakenda finna svörun í fyrsta tíma. Fyrir einstaka aðila tekur nokkra tíma að ná fyrstu viðbrögðum. Tilfinningarleg hreinsun getur átt sér stað í tímunum, svo sem gömul sorg eða reiði.

Kundalini Activation miðlarar

  • Þóra Hlín

    Þóra Hlín upplifði fyrst Kundalini orkuna innra með sér í upphafi árs 2018 þegar hún var á ferðalagi í Thailandi og í framhaldinu hóf einkanám og þjálfun hjá lærimeistara mínum, Venant Wong.

  • Sara Barðdal

    Ástríða Söru er sjálfsrækt og að hjálpa öðrum að lifa sinn tilgang, vera sannir sjálfri sér og tengjast sjálfinu sínu. Hún vill að allir upplifi friðinn, öryggið og kærleikann innra með sér og fái virkilega að blómstra í lífinu sínu.

  • Marta Dröfn

    Þegar kundalini orkan kom inn í líf hennar hjálpaði það henni að losa um erfiðar og þungar tilfinningar og hún fann hvernig kærleikurinn tók yfir. Það hefur orðið algjör umbreyting hjá henni á síðustu árum þökk sé kundalini.

  • Maríanna

    Maríanna nýtir Kundalini Activation, markþjálfun, náttúruna og heilun til að hjálpa fólki að tengjast kjarnanum sínum, virkja lífsorkuna, losa það sem ekki þjónar því lengur og skapa rými fyrir það sem vill verða.

  • Birta

    Fyrir Birtu er Kundalini Activation vitundarvakning um eigin líðan og vegur í átt til jafnvægis, vellíðunar, sjálfsástar og meðvitundar um hvers þú þarfnast til að verða besta útgáfan af þér í dag.

“Ég losaði um erfiðar og þungar tilfinningar svo tók við einstakt alsælu ástand sem var svo innilegt.”

— Saga Lluvia Sigurðardóttir

 

Fylgdu okkur á Instagram